Framtíð Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson er maður sem ég hef mætur á. Hann er ekki einn af þessum stjórnmálamönnum sem er í sífellu að pota sér fram í fjölmiðlum og tjá sig um mál sem koma honum kannski ekkert við eða hann hefur ekki hundsvit á. Þetta gæti þýtt að hann geri ekki neitt, en ég held að hann vinni linnulaust í utanríkismálum okkar Íslendinga. Þegar hann svo kemur fram opinberlega, í fjölmiðlum eða á opnum fundum, kemur hann iðulega með nýjan vinkil á mál sem hafa verið í umræðunni. Ég segi að Bjarni Benediktsson sé framtíð Sjálfstæðisflokksins og vonandi, fyrir okkur, framtíð stjórnmála/valda á Íslandi.

 

Peace Out,

Reynir


mbl.is Ísland ekki einangrað til frambúðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Rétt er það að hann er ekki athyglissjúkur í fjölmiðlum en hann er þeim mun stórtækari við kjötkatlana.

Ég hef á tilfinningunni að hann fylli flokk þeirra forréttindabesefa sem hafa hamast í bílskúr þjóðarinnar undir merkjum fálkans alveg frá stofnun lýðveldisins og jafnvel lengur.

marco (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband