2.12.2008 | 20:13
Framtíð Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson er maður sem ég hef mætur á. Hann er ekki einn af þessum stjórnmálamönnum sem er í sífellu að pota sér fram í fjölmiðlum og tjá sig um mál sem koma honum kannski ekkert við eða hann hefur ekki hundsvit á. Þetta gæti þýtt að hann geri ekki neitt, en ég held að hann vinni linnulaust í utanríkismálum okkar Íslendinga. Þegar hann svo kemur fram opinberlega, í fjölmiðlum eða á opnum fundum, kemur hann iðulega með nýjan vinkil á mál sem hafa verið í umræðunni. Ég segi að Bjarni Benediktsson sé framtíð Sjálfstæðisflokksins og vonandi, fyrir okkur, framtíð stjórnmála/valda á Íslandi.
Peace Out,
Reynir
Ísland ekki einangrað til frambúðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.12.2008 | 15:00
Dýralæknir
"Einu sinni var dýralæknir sem hét Árni. Árni var voða góður og þá sérstaklega við dýr. Einu sinni var Árni beðinn um að verða stjórnmálamaður, Árna leist ekki á það. Árni var settur í ýmis embætti sem reyndust honum erfið. Hann ákvað að besta leiðin til þess að sleppa við eitthvað vesen væri að gera bara alveg eins og honum var sagt að gera. Langbest væri að gera sem allra minnst og svara sem allra fæstu. Ef upp komu mál sem voru erfið, beið Árni alltaf þangað til aðrir væru búnir að segja eitthvað áður en hann sagði "sína" skoðun. Þetta tókst ljómandi vel. Árna leið vel, en hann vissi ekki að það leið engum öðrum vel í landinu. Þrátt fyrir að vera sá ráðherra sem fæstir treystu, sat Árni sem fastast. Hann fylgdist nefnilega ekkert með því hvað fólkið var að segja, það kom honum ekkert við."
Úr sögunni Árni dýralæknir í vanda
Þarf að stilla mótmælum í hóf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.12.2008 | 14:31
Síldin búin að vera
Þetta var geðslegt. Hvað tekur við núna, maður var búinn að búa sig undir heljarvertíð fram að jólum og eitthvað eftir áramót líka. Ég auglýsi hér með eftir lausnum á vanda mínum, ljóst er að þetta verður mikil tekjuskerðing fyrir mig og mína spúsu, sem vorum bæði í síldarfrystingu hjá HB Granda á Vopnafirði. Miðað við fulla vinnu í síldinni og það sem við erum að fá núna myndi ég segja að tekjur okkar skerðist um 2/3. En vonandi fer allt vel að lokum, ég trúi því að minnsta kosti.
Peace out,
Reynir
Fundur vegna síldarsýkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |